Enski boltinn

Mourinho: Glæpur að spila fótbolta aftur eftir 48 klukkustundir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham hefur unnuð sex af níu leikjum undir stjórn Mourinhos.
Tottenham hefur unnuð sex af níu leikjum undir stjórn Mourinhos. vísir/getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, segir fáránlegt hversu þétt er leikið um hátíðarnar í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann 2-1 sigur á Brighton í fyrsta leik dagsins. Strákarnir hans Mourinhos fá ekki langa hvíld því þeir mæta Norwich City á laugardaginn.

„Ég get ekki ímyndað mér að strákarnir geti spilað aftur innan 48 klukkustunda,“ sagði Mourinho.

„Það er glæpur að láta þá spila fótbolta aftur eftir 48 klukkustundir. Það stríðir gegn öllum reglum líffræðinnar,“ bætti Portúgalinn við.

Tottenham var 0-1 undir í hálfleik gegn Brighton en kom til baka og náði í þrjú stig. Harry Kane og Dele Alli skoruðu mörk Spurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×