Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2019 09:02 Enn gefst tími til að klára jólaundirbúninginn. Vísir/Vilhelm Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér. Jól Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér.
Jól Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira