Enski boltinn

Líkti frammistöðu markvarðar Brighton við helförina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perry Groves vakti litla lukku með ummælum sínum í gær.
Perry Groves vakti litla lukku með ummælum sínum í gær. vísir/getty

Perry Groves, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var harðlega gagnrýndur fyrir ósmekklega líkingu sem hann notaði á TalkSPORT í gær.

Þegar Groves ræddi um leik Brighton og Sheffield United líkti hann frammistöðu Mats Ryan, markvarðar Brighton, við helför nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.

Hlustendur TalkSPORT voru ekki sáttir, sumir hringdu inn og kvörtuðu yfir ummælum Groves á meðan aðrir gagnrýndu hann á samfélagsmiðlum.

Groves lék með Arsenal á árunum 1986-92 og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari og einu sinni deildabikarmeistari með Skyttunum.

Groves var fyrsti leikmaðurinn sem George Graham keypti eftir að hann tók við Arsenal 1986. Hann var keyptur á 50.000 pund frá Colchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×