Álitamál hversu langt á að ganga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 21:30 Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent