Middlesbrough hafði betur í fallslagnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2019 21:45 Leikmenn Boro gátu fagnað í kvöld vísir/getty Middlesbrough hafði betur gegn Stoke í fallslag í ensku Championshipdeildinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur og var staðan markalaus að honum loknum. Gestirnir í Stoke komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Sam Clucas og var það ekki gegn gangi leiksins því Stoke hafði verið hættulegra liðið í fyrri hálfleik. Ashley Ferguson jafnaði hins vegar metin aðeins fjórum mínútum eftir mark Clucas. Lewis Wing skoraði svo sigurmarkið fyrir Middlesbrough á 72. mínútu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Middlesbrough. Middlesbrough er nú komið í 18. sæti deildarinnar með 24 stig. Stoke er í fallsæti með 18 stig. Enski boltinn
Middlesbrough hafði betur gegn Stoke í fallslag í ensku Championshipdeildinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur og var staðan markalaus að honum loknum. Gestirnir í Stoke komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Sam Clucas og var það ekki gegn gangi leiksins því Stoke hafði verið hættulegra liðið í fyrri hálfleik. Ashley Ferguson jafnaði hins vegar metin aðeins fjórum mínútum eftir mark Clucas. Lewis Wing skoraði svo sigurmarkið fyrir Middlesbrough á 72. mínútu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Middlesbrough. Middlesbrough er nú komið í 18. sæti deildarinnar með 24 stig. Stoke er í fallsæti með 18 stig.