Furðuleg samkoma í boði MATÍS Jón Kaldal skrifar 20. desember 2019 14:30 MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
MATÍS stóð fyrir furðulegri samkomu fimmtudaginn 19. desember um áhrif sjókvíaeldis á laxi á strjálbýl strandsvæði í Norður Noregi. Matís þiggur stærstan hluta tekna sinna frá ríkinu og meðal meginmarkmiða stofnunarinnar eru matvælaöryggi og lýðheilsa. Á hvorugt var þó minnst á þessum fundi að frumkvæði stjórnenda MATÍS eða gestafyrirlesarans, Gunnars Davíðsonar, deildarstjóra hjá fylkisstjórn Troms fylkis í Noregi. Það var vægast sagt sérstakt að hlusta á Gunnar, sem var kynntur til leiks sem sérfræðingur um áhrif sjókvíaeldis, flytja klukkutíma fyrirlestur þar sem var alfarið skautað fram hjá hversu gríðarlega umdeilt laxeldi í sjókvíum er, hvort sem það er í Noregi eða annars staðar þar sem það er stundað. Gunnar minntist ekki orði á að fosfórs- og köfnunarefnismengun hefur tíu- til fimmtánfaldast í hafinu við Noreg á undanförnum árum með vaxandi eldi. Hann minntist heldur ekki á að árið í ár er það versta frá 2011 í norsku sjókvíaeldi þegar litið er til sleppislysa. Hann nefndi ekki einu orði gríðarlegan velferðarvanda sem sjókvíaeldið glímir við þegar kemur að aðbúnaði eldislaxa í kvíunum. Hefur sú umræða þó verið mjög plássfrek í Noregi eftir að feikilegur fjöldi fiska kafnaði í kvíum á þessu ári vegna mikils þörungarblóma. Bættist það við lúsafárið sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi með hörmulegum afleiðingum fyrir eldisfiskinn. Gunnar talaði ekki heldur um háværa gagnrýni norskra sjómanna. Hvorki þeirra sem segja rækjustofna hafa hrunið vegna mikillar notkunar lúsaeitur í sjókvíaeldi né þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldisins á þorskinn. Og þá var afar undarlegt að Gunnar nefndi ekki að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags fylkisins, sem hann vinnur þó fyrir, samþykkti í fyrra að stöðva útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi og endurnýja ekki eldri leyfi, einmitt af þeim ástæðum sem eru nefndar hér fyrir ofan. Á fundinum upplýsti forstjóri MATÍS að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Gunnar flutti þetta meinta fræðsluerindi hér á landi á vegum stofnunarinnar. Varla ætlar MATÍS að láta staðar numið þar í þessu fyrirlestrarhaldi um áhrif sjókvíaeldis. Eins og lesendur sjá er þar af nægu að taka. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar