Almiron hetja Newcastle sem flýgur upp í efri hluta töflunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2019 17:00 Almiron fagnar sigurmarki dagsins. vísir/getty Á St. James´s Park skoraði Miguel Almiron sitt fyrsta mark er Newcastle United lagði Crystal Palace. Mark Almiron á 83. mínútu reyndist eina mark leiksins og Newcastle því komið í 9. sætið og upp að hlið Manchester United með 25 stig en Man Utd á þó leik til góða. Crystal Palace er sem fyrr í 11. sæti með 23 stig. Southampton kom öllum að óvörum og vann öruggan sigur á útivelli gegn Aston Villa í dag. Danny Ings kom gestunum yfir strax á 21. mínútu leiksins og aðeins tíu mínútum síðar hafði Jack Stephens tvöfaldað forystu gestanna. Staðan 2-0 fyrir Southampton í hálfleik. Danny Ings var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik áður en Jack Grealish minnkaði muninn fyrir heimamenn. Sigurinn fleytir Southampton upp fyrir Aston Villa í töflunni og upp úr fallsæti. Southampton í 17. sæti með 18 stig en Aston Villa í því 18. með 15 stig. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30
Á St. James´s Park skoraði Miguel Almiron sitt fyrsta mark er Newcastle United lagði Crystal Palace. Mark Almiron á 83. mínútu reyndist eina mark leiksins og Newcastle því komið í 9. sætið og upp að hlið Manchester United með 25 stig en Man Utd á þó leik til góða. Crystal Palace er sem fyrr í 11. sæti með 23 stig. Southampton kom öllum að óvörum og vann öruggan sigur á útivelli gegn Aston Villa í dag. Danny Ings kom gestunum yfir strax á 21. mínútu leiksins og aðeins tíu mínútum síðar hafði Jack Stephens tvöfaldað forystu gestanna. Staðan 2-0 fyrir Southampton í hálfleik. Danny Ings var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik áður en Jack Grealish minnkaði muninn fyrir heimamenn. Sigurinn fleytir Southampton upp fyrir Aston Villa í töflunni og upp úr fallsæti. Southampton í 17. sæti með 18 stig en Aston Villa í því 18. með 15 stig.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30
Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30