Stærstu íþróttaaugnablikin 2019 í myndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2019 08:30 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty Fréttir ársins 2019 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira