Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2020 12:00 Dr. Rick Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. AP/Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og sökuð um að kasta mörgum mánuðum á glæ sem hefðu þurft að nýtast til að búa heilbrigðiskerfið og bandarískt samfélag undir að veiran breiddist út í Bandaríkjunum. Um 70.000 manns hafa nú þegar látist í faraldrinum í Bandaríkjunum og hafa hvergi fleiri látist. Sumar spár gera ráð fyrir að mannskaðinn gæti allt að tvöfaldast þegar ríki byrja að slaka á sóttvarnaaðgerðum sínum. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Rick Bright er sérfræðingur í bóluefnum og var þar til nýlega forstöðumaður rannsókna- og þróunarstofnunar innan heilbrigðisráðuneytisins. Hann var færður til í starfi og telur hann sig hafa verið í reynd lækkaður í tign. Í kvörtun hans fullyrðir hann að ástæðan hafi verið sú að hann hafi varað stjórnvöld við faraldrinum þegar í janúar. Fyrir það hafi hann uppskorið reiði Alex Azar, heilbrigðisráðherra, og annarra háttsettra embættismanna ráðuneytisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Dr. Bright greip til skjótra aðgerða til að byrja að bregðast við faraldrinum en mætti andstöðu forystu heilbrigðisráðuneytisins, þar á meðal Azar ráðherra sem virtist staðráðinn í að gera lítið úr þessari hörmulegu hættu,“ segir í kvörtun Bright til eftirlitsstofnunar. Talskona ráðuneytisins segir að Bright hafi verið færður í annað starf þar sem hann beri ábyrgð á því að þróa skimunaraðferðir og hafi úr um milljarði dollara að spila. Harmaði hún að Bright hefði ekki mætt til vinnu. Talskona Bright segir hann í veikindaleyfi. Streittist gegn pólitískum þrýstingi um malaríulyf Bright ber vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag í næstu viku. Í kvörtun hans er því haldið fram að alríkisstjórnin hafi vanrækt að búa sig undir faraldurinn og síðan reynt að bjarga andliti með því að halda á lofti lyfi sem ekki hefur verið sýnt fram á að virki, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að hann hafi verið færður til í starfi og lækkaður í tign að hluta til vegna þess að hann streittist á móti pólitískum þrýstingi um að halda malaríulyfinu hydroxychloroquine á lofti sem meðferð við Covid-19. Trump forseti og margir bandamenn hans hafa ítrekað lýst lyfinu sem mögulegri töfralausn við kórónuveirufaraldrinum jafnvel þó að ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi þess og að því geti fylgt hættulegar aukaverkanir. Að mati Bright hefur alríkisstjórnin hampað lyfinu sem undralyfi þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar „skorti klárlega allan vísindalegan grundvöll“. „Ég varð vitni að því að forysta ríkisstjórnarinnar óð í blindni út í mögulega hættulegar aðstæður með því að flytja inn chloroquine sem Lyfjastofnunin (FDA) hafði ekki vottað frá Pakistan og Indlandi, frá verskmiðjum sem FDA hefur aldrei samþykkt,“ sagði Bright við fréttamenn í gær. Bandaríska lyfjastofnunin hefur varað við almennri notkun malaríulyfsins Hydroxychloroquine. Trump forseti hefur haldið lyfinu á lofti sem undralyfi gegn kórónuveirufaraldrinum. „Hverju hafið þið að tapa?“ spurði hann um daginn þegar hann ræddi um að Bandaríkjamenn ættu að prófa að taka lyfið. AP/David J. Phillip FDA varaði lækna við því að skrifa upp á lyfið nema á sjúkrahúsum og í rannsóknum. Varað var við því að lyfið hefði valdið banvænum hjartavandamálum í sumum kórónuveirusjúklingum. „Vilji þeirra til að vaða áfram í blindni án fullnægjandi gagna í að koma þessu lyfi í hendur Bandaríkjamanna olli mér og öðrum vísindamönnum áhyggjum,“ sagði hann. Í kvörtuninni krefst lögmaður Bright þess að hann verði settur aftur í fyrra starf sitt og að tilfærsla hans verði rannsökuð. Því er haldið fram að alríkislög um vernd uppljóstrara hafi verið brotin þegar hann var færður til. Þar kemur einnig fram að pólitískir forystumenn heilbrigðisráðuneytisins og Bright hafi eldar grátt silfur saman um lengri tíma. Frá árinu 2017 hafi Brigt mótmælt því sem hann telji „einkavinavæðingu“ þar sem fyrirtæki hafi hlotið samninga á grundvelli pólitískra tengsla við ríkisstjórnina. Rak eftirlitsmann heilbrigðisráðuneytisins Trump forseti hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum en janframt afsalað sér allri ábyrgð á viðbrögðum bandarískra stjórnvalda við honum. Þá hefur hann brugðist hart við allra gagnrýni á stjórnvöld, jafnvel þó að hún hafi komið innan úr ríkisstjórninni sjálfri. Á dögunum ýtti Trump starfandi innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins til hliðar og færði til í starfi. Skýrsla endurskoðandans sem leiddi í ljós að fjölda sjúkrahúsa skorti nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað til að glíma við faraldurinn hafði þá vakið reiði forsetans. Uppfært 12:35 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Bright hefði lagt kvörtunina fram í dag. Það rétta er að kvörtunin var lögð fram í gær, þriðjudaginn 5. maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21 Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30 Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og sökuð um að kasta mörgum mánuðum á glæ sem hefðu þurft að nýtast til að búa heilbrigðiskerfið og bandarískt samfélag undir að veiran breiddist út í Bandaríkjunum. Um 70.000 manns hafa nú þegar látist í faraldrinum í Bandaríkjunum og hafa hvergi fleiri látist. Sumar spár gera ráð fyrir að mannskaðinn gæti allt að tvöfaldast þegar ríki byrja að slaka á sóttvarnaaðgerðum sínum. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Rick Bright er sérfræðingur í bóluefnum og var þar til nýlega forstöðumaður rannsókna- og þróunarstofnunar innan heilbrigðisráðuneytisins. Hann var færður til í starfi og telur hann sig hafa verið í reynd lækkaður í tign. Í kvörtun hans fullyrðir hann að ástæðan hafi verið sú að hann hafi varað stjórnvöld við faraldrinum þegar í janúar. Fyrir það hafi hann uppskorið reiði Alex Azar, heilbrigðisráðherra, og annarra háttsettra embættismanna ráðuneytisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Dr. Bright greip til skjótra aðgerða til að byrja að bregðast við faraldrinum en mætti andstöðu forystu heilbrigðisráðuneytisins, þar á meðal Azar ráðherra sem virtist staðráðinn í að gera lítið úr þessari hörmulegu hættu,“ segir í kvörtun Bright til eftirlitsstofnunar. Talskona ráðuneytisins segir að Bright hafi verið færður í annað starf þar sem hann beri ábyrgð á því að þróa skimunaraðferðir og hafi úr um milljarði dollara að spila. Harmaði hún að Bright hefði ekki mætt til vinnu. Talskona Bright segir hann í veikindaleyfi. Streittist gegn pólitískum þrýstingi um malaríulyf Bright ber vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag í næstu viku. Í kvörtun hans er því haldið fram að alríkisstjórnin hafi vanrækt að búa sig undir faraldurinn og síðan reynt að bjarga andliti með því að halda á lofti lyfi sem ekki hefur verið sýnt fram á að virki, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að hann hafi verið færður til í starfi og lækkaður í tign að hluta til vegna þess að hann streittist á móti pólitískum þrýstingi um að halda malaríulyfinu hydroxychloroquine á lofti sem meðferð við Covid-19. Trump forseti og margir bandamenn hans hafa ítrekað lýst lyfinu sem mögulegri töfralausn við kórónuveirufaraldrinum jafnvel þó að ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi þess og að því geti fylgt hættulegar aukaverkanir. Að mati Bright hefur alríkisstjórnin hampað lyfinu sem undralyfi þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar „skorti klárlega allan vísindalegan grundvöll“. „Ég varð vitni að því að forysta ríkisstjórnarinnar óð í blindni út í mögulega hættulegar aðstæður með því að flytja inn chloroquine sem Lyfjastofnunin (FDA) hafði ekki vottað frá Pakistan og Indlandi, frá verskmiðjum sem FDA hefur aldrei samþykkt,“ sagði Bright við fréttamenn í gær. Bandaríska lyfjastofnunin hefur varað við almennri notkun malaríulyfsins Hydroxychloroquine. Trump forseti hefur haldið lyfinu á lofti sem undralyfi gegn kórónuveirufaraldrinum. „Hverju hafið þið að tapa?“ spurði hann um daginn þegar hann ræddi um að Bandaríkjamenn ættu að prófa að taka lyfið. AP/David J. Phillip FDA varaði lækna við því að skrifa upp á lyfið nema á sjúkrahúsum og í rannsóknum. Varað var við því að lyfið hefði valdið banvænum hjartavandamálum í sumum kórónuveirusjúklingum. „Vilji þeirra til að vaða áfram í blindni án fullnægjandi gagna í að koma þessu lyfi í hendur Bandaríkjamanna olli mér og öðrum vísindamönnum áhyggjum,“ sagði hann. Í kvörtuninni krefst lögmaður Bright þess að hann verði settur aftur í fyrra starf sitt og að tilfærsla hans verði rannsökuð. Því er haldið fram að alríkislög um vernd uppljóstrara hafi verið brotin þegar hann var færður til. Þar kemur einnig fram að pólitískir forystumenn heilbrigðisráðuneytisins og Bright hafi eldar grátt silfur saman um lengri tíma. Frá árinu 2017 hafi Brigt mótmælt því sem hann telji „einkavinavæðingu“ þar sem fyrirtæki hafi hlotið samninga á grundvelli pólitískra tengsla við ríkisstjórnina. Rak eftirlitsmann heilbrigðisráðuneytisins Trump forseti hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum en janframt afsalað sér allri ábyrgð á viðbrögðum bandarískra stjórnvalda við honum. Þá hefur hann brugðist hart við allra gagnrýni á stjórnvöld, jafnvel þó að hún hafi komið innan úr ríkisstjórninni sjálfri. Á dögunum ýtti Trump starfandi innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins til hliðar og færði til í starfi. Skýrsla endurskoðandans sem leiddi í ljós að fjölda sjúkrahúsa skorti nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað til að glíma við faraldurinn hafði þá vakið reiði forsetans. Uppfært 12:35 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Bright hefði lagt kvörtunina fram í dag. Það rétta er að kvörtunin var lögð fram í gær, þriðjudaginn 5. maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21 Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30 Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21
Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30
Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52