Að skapa tækifæri – um land allt Selma Sigurjónsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:00 Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun