Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 10:00 Guðjón Valur lék með TUSEM Essen á árunum 2001-05. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni