Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00