Fjörutíu ár frá hamfaragosinu í St Helens Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2020 21:00 Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Getty Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu. Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu.
Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira