Ferðatakmarkanir koma ekki til greina þrátt fyrir fleiri smit í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 14:25 Gestir á tískuvikunni í Mílanó mættu sumir með andlitsmaska til leiks af ótta við kórónuveirunnar sem breiðist nú út um Norður-Ítalíu. Vísir/EPA Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters. Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Ekki verður gripið til takmarkana á ferðalögum fólks innan Schengen-svæðisins vegna kórónuveirunnar þrátt fyrir að hún hafi náð útbreiðslu á Ítalíu, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ítölsk yfirvöld staðfestu fimmta dauðsfallið af völdum veirunnar þar í dag. Á þriðja hundrað manns hefur smitast af kórónuveirunni á Ítalíu frá því á föstudag samkvæmt gögnum ítalskra yfirvalda. Langflest smitin hafa greinst í Langbarðalandi og Venetóhéraði á norðanverðri Ítalíu. Skólum, háskólum, söfnum og kvikmyndahúsum hefur verið lokað til að reyna að hefta útbreiðsluna. Tilkynnt var um tvö dauðsföll til viðbótar á Ítalíu í dag. Í báðum tilfellum var um að ræða karlmenn á níræðisaldri í Langbarðalandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórn ESB segist undirbúa varaáætlanir vegna veirunnar þrátt fyrir að ferðatakmarkanir komi ekki til greina að svo stöddu. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri sambandsins, segir að ferðatakmarkanir verði að vera í samræmi við tilefnið og samhæfðar á meðal ríkjanna. Þær verði einnig að byggjast á vísindalegum rökum. „Eins og sakir standa hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ekki mælt með því að setja takmarkanir á ferðalög eða viðskipti,“ sagði hún í dag. Engu að síður vekja smitin á Ítalíu titring í álfunni. Frönsk yfirvöld stöðvuðu þannig farþega rútu sem kom frá Mílanó eftir að grunur vaknaði um að einn þeirra gæti verið smitaður af veirunni. Lögreglumenn strengdu borða í kringum rútuna og fylgdu farþegum á afmarkað svæði á Perrache-rútustöðinni í Lyon. Þeir voru með flensueinkenni voru fluttir á sjúkrahús, að sögn Reuters.
Wuhan-veiran Ítalía Frakkland Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira