Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn í baráttu við Thomas Mikkelsen sumarið 2018. vísir/bára Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira