Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 08:03 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. EPA/STR AUSTRIA OUT Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar. Lögfræðingur hóps Þjóðverja sem eru hluti af málsókninni spyr af hverju yfirvöld hafi ekki strax gripið inn í eftir að viðvörunin barst frá Íslandi Eins og komið hefur fram hafa yfirvöld í Týrol-héraði Austurríkis sem og hótel- og bareigendur á skíðasvæðinu Ischgl verið harðlega gagnrýndir fyrir hæg viðbrögð við kórónuveirusmiti sem virðist hafa grasserað þar í febrúar og mars. Ekki síst vegna þess að í ljós hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi þeim viðvörun um að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum væri skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Í vikunni birti austurrískur fjölmiðill tölvupóst þar sem sjá má að íslensk yfirvöld sendu sama dag nokkuð greinargóðan tölvupóst til austurríska yfirvalda um smit sem rakin voru til Ischgl. Tölvupósturinn virðist hafa haft lítil áhrif þar sem skíðasvæðinu var ekki lokað fyrr en viku síðar. Skíðasvæðinu hefur meðal annars verið lýst sem staðnum sem sýkti hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg segir að yfir fimm þúsund manns hafi skráð nafn sitt á fyrirhugaða hópmálsókn gegn yfirvöldum í Týrol-héraði. Tölvupósturinn sem íslensk yfirvöld sendu vekju upp nýjar spurningar og setji meiri pressu á yfirvöld í héraðinu að útskýra af hverju var ekki brugðist fyrr við. Saksóknarar skoða nú hvort að einhver hafi sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu í tengslum við málið eða hvort að viðvörunin hafi verið hunsuð viljandi, svo að hin ábatasama starfsemi í Ischgl gæti haldið áfram óáreitt, enda var hápunktur skíðatímabilsins í gangi er kórónuveirufaraldurinn skall á. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þá miðað við að þeir fengu nokkuð augljósar viðvaranir sem þeir virðast hafa hunsað,“ er haft eftir Mark Lee, lögfræðingi sem sérhæfir sig í ferðamálum spurður álits af Bloomberg um málið. „Ég hef séð tímalínuna og mér þykir líklegt að saksóknarar muni sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við,“ er haft eftir Lee. Hópmálsóknin fer af stað ákveði saksóknar að ákæra í málinu og lögmaður um 30 Þjóðverja í málinu spyr af hverju yfirvöld hafi ekki gripið til aðgerða þegar viðvörunin kom. „Af hverju brugðust yfirvöld í Týról ekki strax við um leið og þeir fengu viðvörunina frá Íslandi,“ spyr lögmaðurinn í samtali við Bloomberg. Neytendasamtökin í Austurríki halda utan um hópmálsóknina og segir Peter Kolba, formaður samtakanna í samtali við Bloomberg að það yfirvöld hafi hunsað viðvaranir sé klár grundvöllur fyrir skaðabætur. Lögreglan hefur skilað inn eitt þúsund blaðsíðna skýrslu um málið sem saksóknarar fara nú yfir. Segir Kolba að næstu skref í hópmálsókninni verði tekin þegar samtökin hafi farið yfir þá skýrslu. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar. Lögfræðingur hóps Þjóðverja sem eru hluti af málsókninni spyr af hverju yfirvöld hafi ekki strax gripið inn í eftir að viðvörunin barst frá Íslandi Eins og komið hefur fram hafa yfirvöld í Týrol-héraði Austurríkis sem og hótel- og bareigendur á skíðasvæðinu Ischgl verið harðlega gagnrýndir fyrir hæg viðbrögð við kórónuveirusmiti sem virðist hafa grasserað þar í febrúar og mars. Ekki síst vegna þess að í ljós hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi þeim viðvörun um að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum væri skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Í vikunni birti austurrískur fjölmiðill tölvupóst þar sem sjá má að íslensk yfirvöld sendu sama dag nokkuð greinargóðan tölvupóst til austurríska yfirvalda um smit sem rakin voru til Ischgl. Tölvupósturinn virðist hafa haft lítil áhrif þar sem skíðasvæðinu var ekki lokað fyrr en viku síðar. Skíðasvæðinu hefur meðal annars verið lýst sem staðnum sem sýkti hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg segir að yfir fimm þúsund manns hafi skráð nafn sitt á fyrirhugaða hópmálsókn gegn yfirvöldum í Týrol-héraði. Tölvupósturinn sem íslensk yfirvöld sendu vekju upp nýjar spurningar og setji meiri pressu á yfirvöld í héraðinu að útskýra af hverju var ekki brugðist fyrr við. Saksóknarar skoða nú hvort að einhver hafi sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu í tengslum við málið eða hvort að viðvörunin hafi verið hunsuð viljandi, svo að hin ábatasama starfsemi í Ischgl gæti haldið áfram óáreitt, enda var hápunktur skíðatímabilsins í gangi er kórónuveirufaraldurinn skall á. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þá miðað við að þeir fengu nokkuð augljósar viðvaranir sem þeir virðast hafa hunsað,“ er haft eftir Mark Lee, lögfræðingi sem sérhæfir sig í ferðamálum spurður álits af Bloomberg um málið. „Ég hef séð tímalínuna og mér þykir líklegt að saksóknarar muni sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við,“ er haft eftir Lee. Hópmálsóknin fer af stað ákveði saksóknar að ákæra í málinu og lögmaður um 30 Þjóðverja í málinu spyr af hverju yfirvöld hafi ekki gripið til aðgerða þegar viðvörunin kom. „Af hverju brugðust yfirvöld í Týról ekki strax við um leið og þeir fengu viðvörunina frá Íslandi,“ spyr lögmaðurinn í samtali við Bloomberg. Neytendasamtökin í Austurríki halda utan um hópmálsóknina og segir Peter Kolba, formaður samtakanna í samtali við Bloomberg að það yfirvöld hafi hunsað viðvaranir sé klár grundvöllur fyrir skaðabætur. Lögreglan hefur skilað inn eitt þúsund blaðsíðna skýrslu um málið sem saksóknarar fara nú yfir. Segir Kolba að næstu skref í hópmálsókninni verði tekin þegar samtökin hafi farið yfir þá skýrslu.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20