Viðskipti erlent

Stöðva fram­leiðslu á Cor­ona-bjór

Atli Ísleifsson skrifar
CF2AE57DD9A48895B8474C37B24087CDE791931A71EB2CE607ADA1501D558418_713x0
Getty

Framleiðsla á hinum mexíkóska Corona-bjórs hefur verið stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Stjórnvöld í Mexíkó hafa kynnt hertar aðgerðir vegna faraldursins og gert öllum fyrirtækjum, sem ekki flokkast sem nauðsynleg þjóðarbúinu, að stöðva rekstur tímabundið.

Grupo Modelo, sem einnig bruggar Pacifico-bjór og Modelo, greindi frá því í gær að framleiðsla yrði stöðvuð til loka aprílmánaðar, í samræmi við reglur yfirvalda. „Við erum í ferli að draga úr framleiðslu í brugghúsum okkar niður í algert lágmark,“ sagði í yfirlýsingu frá Grupo Modelo.

Ekki undanþegin reglunum

Samkvæmt aðgerðum mexíkóskra yfirvalda er matvælaframleiðsla í landbúnaði undanþegin reglunum, en bjórframleiðsla fellur hins vegar ekki undir þær reglur.

Sjá einnig: Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum

Corona-bjórinn hefur frá árinu 1998 verið mest seldi, innflutti bjórinn í Bandaríkjunum.

Alls hafa um 1.500 kórónuveirusmit verið skráð í Mexíkó og eru fimmtíu dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19.

Vísir sagði frá því í febrúar að Vínbúðirnar hefðu merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór eftir að faraldurinn hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×