Guðjón Valur þurfti að biðja Snorra Stein afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 09:00 Guðjón Valur Sigurdsson og Snorri Steinn Guðjónsson á HM í Katar árið 2015. epa/VALDRIN XHEMA Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var einn af þeim sem sendu Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju í síðustu Seinni bylgju en þar fóru Henry Birgir Gunnarsson og Guðjón Valur sjálfur yfir frábæran feril Guðjóns með félagsliðunum. Snorri Steinn og Guðjón Valur léku lengi saman í landsliðinu en náðu því líka að vera liðsfélagar hjá danska liðinu AG Kaupmannahöfn og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Það var því vel við hæfi að Guðjón fengi kveðju frá þessum félaga sínum úr boltanum. „Elsku besti vinur minn. Ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, þú ert hættur. Til hamingju með að vera hættur. Til hamingju með geggjaðan og stórkostlegan feril sem verður ekkert toppaður. Takk kærlega fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í kveðju sinni. Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.Getty/Sascha Steinbach Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig „Það var heiður og forréttindi að spila svona lengi með þér, alla landsleikir og hafa fengið að spila með þér með tveimur erlendum liðum. Takk fyrir að knúsa mig og faðma mig og tékka á mér þegar á þurfti að halda og maður var kannski búinn að kúka aðeins á sig. Það kom fyrir. Takk fyrir allar góðu stundirnar þær voru held ég fleiri en hinar. Þú finnur þetta núna, manni þykir vænt um báða hlutina,“ sagði Snorri Steinn. „Takk fyrir að leyfa mér að búa heima hjá þér og takk fyrir að leyfa mér að keyra mótorhjólið þitt. Það var yndislegur tími á fáknum. Ég vona að þú sért ekki að æfa ennþá eins og brjálæðingur. Njóttu þess að vera hættur áður en þú ferð í hinn bransann og verður gráhærður. Ekki að það sé eitthvað slæmt,“ sagði Snorri Steinn en það má sjá alla kveðjuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kveðja til Guðjón Vals frá Snorra Stein Guðjón Valur sagði líka aðeins frá Snorra Steini eftir kveðjuna sem hann mat greinilega mikils. „Fyrir utan það hvað hann var frábær handboltamaður þá held ég að þetta sé uppáhalds leikmaðurinn minn í fótbolta í upphitun. Það var svo auðvelt að finna hann. Ég sparkaði boltanum eitthvað og hann skoraði mark. Mér þykir svakalega vænt um þennan,“ sagði Guðjón Valur og sagði það vera ótrúlegt hvernig Snorri Steinn gat spilað sína stöðu og þá sérstaklega inn á línunni þar sem Snorri Steinn var ekki stærri eða sterkari en hann er. Búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára „Hann segir að hann sé orðinn gráhærður en hann er búinn að vera gráhærður síðan að hann var 26 ára,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur þurfti líka að útskýra aðeins mótorhjólasöguna sem Snorri Steinn kom með í kveðjunni sinni. „Það er ágætt að hann sagði frá mótorhjólinu. Ég held að hann hafi fært það einn og hálfan metra inn í bílskúr hjá mér. Þá segist hann hafa keyrt mótorhjóla,“ sagði Guðjón Valur í léttum tón. Guðjón Valur rifjaði líka upp það þegar hann missti sig við Snorra Stein á undirbúningstímabili með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Guðjón taldi sig nú þurfa að biðja Snorra aftur afsökunar á því. Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir íslenska landsliðið.Getty/Jeff Gross Eitt af þessum skiptum þar sem ég hljóp á mig „Ég þurfti einu sinni að biðja hann svakalega afsökunar. Við vorum í útihlaupi hjá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var eitt af þessum skiptum sem ég hljóp á mig,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram: „Það lá eitthvað illa á mér og mér fannst menn ekki vera að leggja sig nógu mikið fram. Kannski átti ég góðan dag en mér fannst eins og einhverjir væru á skokkinu. Þá var hann nýkominn og það var svo ógeðslega heitt. Hann kom bara til mín og sagði: Fyrirgefðu en ég gat ekki meir,“ sagði Guðjón Valur og var þá fljótur að átta sig. Fyrirgefðu Snorri minn „Hann var eitthvað að reyna að biðja mig afsökunar og þá áttaði ég mig á því: Djöfulsins fífl get ég verið. Ég sagði: Fyrirgefðu Snorri minn. Hann hefur aldrei slakað á eða ekki gert sitt besta. Ég skulda honum afsökunarbeiðni,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson og Henry Birgir Gunnarsson verða aftur á ferðinni í Seinni bylgjunni í kvöld en þá ætla þeir að fara yfir landsliðsferilinn hjá Guðjóni Val en þar erum við að tala um sannkallaðan heimsmetaferil. Seinni bylgjan hefst klukakn 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira