Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 18:35 Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15