Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 19:27 Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. Fegðarnir skutu hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana í febrúar þegar hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Málið komst í hámæli í síðustu viku þegar myndband af morðinu fór í dreifingu. Fram að því hafði það flakkað milli saksóknara innan ríkisins en tveir af þremur héraðssaksóknurum sögðu sig frá málinu vegna tengsla við Gregory McMichaels, sem er fyrrverandi lögregluþjónn. Málið fjaraði á endanum út og hafði fjölskyldan gefið upp alla von að réttlæti yrði náð fram í málinu þar til myndbandið komst í dreifingu. Á vef BBC kemur fram að feðgarnir verði ákærðir fyrir morð og árás vegna dauða Arbery en ákæra fyrir hatursglæp er sögð einnig koma til greina. Sögðust þeir telja hann mögulega tengjast innbrotum á svæðinu og ákváðu því að vopnbúast og aka á eftir honum. Þá fullyrða þeir að Arbery hafi ráðist á Travis þegar þeir báðu hann um að ræða við sig. Faðir Arbery segir ljóst að kynþóttafordómar hafi orðið syni hans að bana. Hann hafi verið í sakleysi sínu að hlaupa leið sem hann hafði margoft hlaupið áður og engin ástæða til að ætla að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Þvert á móti hafi sonur sinn verið góður drengur og viljað öllum vel. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu segir að málið verði rannsakað og í kjölfarið ákveðið hvort tilefni sé til að ákæra fyrir hatursglæp. Gripið verði til aðgerða í samræmi við lög og staðreyndir málsins. DOJ statement on the Ahmaud Arbery case. pic.twitter.com/wLgHujyVFh— KerriKupecDOJ (@KerriKupecDOJ) May 11, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. Fegðarnir skutu hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana í febrúar þegar hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Málið komst í hámæli í síðustu viku þegar myndband af morðinu fór í dreifingu. Fram að því hafði það flakkað milli saksóknara innan ríkisins en tveir af þremur héraðssaksóknurum sögðu sig frá málinu vegna tengsla við Gregory McMichaels, sem er fyrrverandi lögregluþjónn. Málið fjaraði á endanum út og hafði fjölskyldan gefið upp alla von að réttlæti yrði náð fram í málinu þar til myndbandið komst í dreifingu. Á vef BBC kemur fram að feðgarnir verði ákærðir fyrir morð og árás vegna dauða Arbery en ákæra fyrir hatursglæp er sögð einnig koma til greina. Sögðust þeir telja hann mögulega tengjast innbrotum á svæðinu og ákváðu því að vopnbúast og aka á eftir honum. Þá fullyrða þeir að Arbery hafi ráðist á Travis þegar þeir báðu hann um að ræða við sig. Faðir Arbery segir ljóst að kynþóttafordómar hafi orðið syni hans að bana. Hann hafi verið í sakleysi sínu að hlaupa leið sem hann hafði margoft hlaupið áður og engin ástæða til að ætla að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Þvert á móti hafi sonur sinn verið góður drengur og viljað öllum vel. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu segir að málið verði rannsakað og í kjölfarið ákveðið hvort tilefni sé til að ákæra fyrir hatursglæp. Gripið verði til aðgerða í samræmi við lög og staðreyndir málsins. DOJ statement on the Ahmaud Arbery case. pic.twitter.com/wLgHujyVFh— KerriKupecDOJ (@KerriKupecDOJ) May 11, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16