Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:07 Trump setti fram framandlegar kenningar um kórónuveiruna í viðtali við vin sinn og ráðgjafa Sean Hannity (t.v.) í viðtali á Fox News í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017. Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017.
Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent