Gróf undan sérfræðingum um kórónuveiruna í Fox-viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:07 Trump setti fram framandlegar kenningar um kórónuveiruna í viðtali við vin sinn og ráðgjafa Sean Hannity (t.v.) í viðtali á Fox News í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017. Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með ítrekaðar fleipur um alvarleika kórónuveirunnar sem breiðist nú út um heiminn í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Sagðist forsetinn hafa „hugboð“ um að tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um dánartíðni af völdum veirunnar væru „rangar“. Tugir þúsunda manna hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum í tugum landa og rúmlega þrjú þúsund manns hafa látið lífið af völdum hennar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að veiran dragi um 3,4% þeirra sem smitast til dauða. Í viðtali við Sean Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News í gær lýsti Trump Bandaríkjaforseti persónulegum hugmyndum sínum um veiruna sem ganga í berhögg við yfirlýsingar ríkisstjórnar hans og alþjóðlegra stofnana. Trump to Hannity on WHO saying coronavirus death rate is 3.4%: "I think the 3.4% number is really a false number. Now this is just my hunch, but based on a lot of conversations ... personally, I'd say the number is way under 1%."Astoundingly irresponsible. pic.twitter.com/uC9c03zX31— Aaron Rupar (@atrupar) March 5, 2020 Þannig hafði forsetinn persónulega kenningu um að dánartíðnin væri í raun mun lægri en WHO segir. „Ég held að talan 3,4% sé röng tala. Þetta er bara mitt hugboð en byggt á mörgum samtölum við margt fólk sem gerir þetta vegna þess að margir fá þetta og þetta er mjög vægt. Því batnar fljótt að það fer ekki einu sinni til læknis og hringir ekki einu sinni í lækni. Maður heyrir aldrei um þetta fólk,“ hélt forsetinn fram. Skaut forsetinn út í loftið á að hundruð þúsunda manna hafi smitast af veirunni en náð bata og jafnvel mætt til vinnu á meðan. „Þeir vita ekki um þessi vægu tilfelli vegna þess að vægu tilfellin fara ekki á sjúkrahús, þau láta ekki lækna vita eða spítala í mörgum tilfellum þannig að ég held að þessi tala sé mjög há. Ég held að talan, persónulega, ég myndi segja að talan sé langt undir einu prósenti,“ fullyrti Trump. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar og að vera meira umhugað um að róa fjármálamarkaði en að tryggja að hún valdi ekki usla í bandarísku samfélagi. Trump hefur þannig ítrekað reynt að gera lítið úr alvarleika veirunnar og gefið í skyn að umfjöllun um útbreiðslu hennar sé einhvers konar „gabb“ runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hans. Kenndi Trump jafnvel Barack Obama, fyrrverandi forseta, um vandræðagang með greiningar á kórónuveirusmitum í gær. Obama lét af embætti í janúar árið 2017.
Donald Trump Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira