Stjórnvöld í Noregi hyggjast sækja nærri 420 milljarða norskra króna, um sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr olíusjóði sínum til að fjármagna aðgerðir sínar vegna faraldurs kórónuveirunnar.
Upphæðin samsvarar um 4,2 prósent af verðmæti sjóðsins, umtalsvert hærra hlutfall en þriggja prósenta þakið sem miðað er við.
Norski olíusjóðurinn er einn af stærstu hlutabréfaeigandi í heimi, en Norðmenn hafa lagt tekjur sínar af olíuvinnslu í sjóðinn. Hafa Norðmenn fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum víðs vegar um heim.
Á heimasíðu olíusjóðsins segir að sjóðurinn sé nú metinn á um 10.440 milljarða norskra króna.