Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu ferðatakmarkana Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 14:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17 Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38