Störfum fækkar í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í tæp tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 13:24 Um 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhverskonar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. AP/Sue Ogrocki Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Endir hefur verið bundinn á nærri því tíu ára samfleytta fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Miðað við nýjustu tölur yfirvalda þar hefur störfum fækkað um minnst 701 þúsund og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 4,4 prósent. Í rauninni eru töpuð störf þó mun fleiri þar sem tölurnar taka ekki tillit til síðustu tveggja vikna. Á þeim tíma hafa um tíu milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur. Óttast er að atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti orði allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Sjá einnig: 6,6 milljónir sækja um atvinnuleysisbætur á einni viku Á þessum tíu árum hefur efnahagskerfið Bandaríkjanna bætti við sig um 22,8 milljónum starfa. Hagfræðingar búast nú við því að sama skýrsla fyrir apríl, sem birt verður í upphafi maí, muni sýna að öll þessi störf hafi tapast. AP fréttaveitan segir rúmlega 90 prósent Bandaríkjamanna búa við einhvers konar takmarkanir á ferðafrelsi þeirra vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Það hafi leitt til lokunnar fjölmargra veitingastaða, kvikmyndahús, verksmiðja, líkamsræktarstöðva og annars konar fyrirtækja. Nánast ekkert fyrirtæki sé starfrækt að fullu. Hagfræðingar sem fréttaveitan hefur rætt við segja endurkomu hagkerfisins að heimsfaraldrinum loknum, velta á því hvort fyrirtæki komist í gegnum þessa erfiðu tíma og geti þannig ráðið fólk til baka þegar og ef allt fer í fyrra horf. Verði mörg fyrirtæki gjaldþrota myndi það halda atvinnuleysi háu og lengja það tímabil sem það tæki fyrir hagkerfið að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira