„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við ráðherrabústaðinn. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14