„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 14:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við ráðherrabústaðinn. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Jafnframt séu rök, sóttvarnalegs eðlis, sem styðji það að fresta afléttingu samkomubanns fram yfir verkalýðsdaginn. Þetta sagði Svandís við fréttastofu eftir að hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir nýrri auglýsingu, sem byggir á tillögum sóttvarnalæknis um að framlengja núverandi samkomubann til 4. maí. Heilbrigðisráðherra segist fallast þannig á rök sóttvarnalæknis að bíða með að aflétta takmörkununum fram yfir helgi - „frekar en fyrir helgi þegar vænt er að margir komi saman,“ segir Svandís. Það hafi því ekki komið til tals að aflétta hömlunum sérstaklega fyrir hátíðahöldin 1. maí, verkalýðsdaginn, sem fellur á föstudag í ár. „Þannig að það eru rökin. Þau eru sóttvarnalegs eðlis og snúast ekki um 1. maí.“ Hátíðahöldin verði því að taka mið af áframhaldandi samkomubanni og segist Svandís heyra á verkalýðsforystunni að hún sé með slíkt í undirbúningi. „Mér finnst það bara ánægjulegt.“ Aðspurð um hvort hún geti hugsað sér að endurskoða afturköllun vaktaálagsauka fyrir hjúkrunarfræðinga, sem hefur verið til mikillar umfjöllunar frá mánaðamótum og landlæknir hefur óskað eftir að verði dregið til baka vegna faraldursins, segir Svandís að ákvörðunin sé ekki á hennar borði. Forstjóri Landspítalans þyrfti að taka þá ákvörðun. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Í minnisblaði sem Alma Möller, landlæknir, sendi heilbirgðisráðherra í gær eru færð rök fyrir því að þessi kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga kunni að hafa áhrif á mönnun í heilbirgðiskerfinu. Mönnunin sé í dag „á gulu“ eins og Svandís lýsir því, heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi og þurfi á bakvarðasveit að halda. „Það er það sem hún [Alma] er að vekja athygli á í þessu minnisblaði, að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ná samningum og ég er bara sammála því,“ segir Svandís sem segjast beita sér fyrir því „á hverjum einasta degi“ að deiluaðilar nái saman. „Vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14