Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 18:00 Enn ríkir mikil óvissa um hvernig staðið verður að opnun landamæra Íslands 15. júní. Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. Stefnt er að opnun landamæra Íslands fyrir komum ferðamanna 15. júní. Ferðamennirnir verða hins vegar annað hvort að fara í veirupróf við komuna til landsins eða framvísa gildu heilbrigðisvottorði úr heimalandinu. Ef þeir verða ekki við því þurfa þeir að sæta tveggja vikna sóttkví. Ýmsar spurningar hafa vaknað um útfærslu á þessari opnun landamæra og er ljóst eftir daginn í dag að endanlega útfærsla liggur ekki fyrir. Til að mynda hvort Landspítalinn muni ráða við það aukna álag sem gæti fylgt þessari opnun? Mun hann geta sinnt öllum þeim sem þurfa læknishjálp ef komur ferðamanna hingað til lands leiða til hópsýkingar af völdum kórónuveirunnar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að áhættugreining Landspítalans á þessari opnun liggi ekki fyrir. Hún sé þó í vinnslu og verður kynnt stjórnvöld þegar greiningin hefur verið kláruð, annað hvort undir lok þessarar viku eða við upphaf þeirrar næstu. Stefnt er að því að Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sjái um veiruprófin á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að þörf er á tækjabúnaði og öðrum aðföngum til að geta sinnt svo viðamiklu verkefni, og Ísland ekki eina landið í heiminum sem keppist við að fá slíkan búnað til sín. Páll segir að unnið sé að áætlun svo hægt sé að hefja skimanir á landamærunum 15. Júní. „Við erum að vinna áætlun núna til að svo verði. Í sjálfu sér hefur samráð verið haft við spítalann hvernig hægt er að útfæra það. En þetta er ennþá verkefni í vinnslu,“ segir Páll. Starfsmenn Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans munu sjá um veiruprófanir á landamærum Íslands. Þorkell Þorkelsson/LSH Spurður hvort álagspróf hafi farið fram á Landspítalanum ef ferðamenn munu bera smit til landsins, segir Páll það verkefni í vinnslu. „Við erum að áhættugreina, með tilliti til getu Landspítala, afleiðingarnar af því að leyfa ferðamönnum að koma hingað. Ég geri ráð fyrir því að þegar þær niðurstöður liggja fyrir, væntanlega í vikulokin eða næstu viku, munum við kynna það stjórnvöld.“ Hann segir enn eiga eftir að greina hve marga starfsmenn þarf að ráð til að sinna veiruprófum á Keflavíkurflugvelli. „En það eru ekki endilega svo margir. Það er þá fyrst og fremst við að taka sýni. Ég geri ráð fyrir að verkefni innan Veirufræðideildarinnar verði að verulegu leyti byggð á því að nota tæki og sjálfvirkni.“ Páll segir að ekki verði teflt á tæpasta vað með getu Landspítalans. Vísir/Egill En þetta verkefni er ekki það eina sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Önnur stór verkefni blasa við, til dæmis að vinna á biðlistum Landspítalans. Páll segir verkefnin vissulega ærin. „En það fer eftir áhættumatinu sem við gerum og við tökum ekki neina áhættu þar. Eins og þetta lítur út núna erum við að vinna að þessu mjög svo þjóðhagslega mikilvæga verkefni með það fyrir augum að finna lausnir og leysa það,“ segir Páll. En er þá ekki óvissan í dag of mikil til að geta stefnt að opnun landamæranna 15. júní? „Niðurstöður úr áhættumatinu liggja ekki fyrir. En sú útfærsla sem farin verður, verður ábyggilega þannig sett upp að ekki verði teflt á tæpasta vað. Á fundi almannavarna í dag var þessi opnun landamæra talsvert rædd. Til að mynda hvað gerist ef ferðamaður greinist með veiruna hér á landi. Sóttvarnalæknir sagði að líkast til yrði sá ferðamaður ekki sendur úr landi og að farið yrði fram á við ferðamenn að þeir væru með ferðatryggingu til að geta staðið undir kostnaði af sjúkrahúsdvöl hér á landi eða dvöl í sóttkví. Það hefur þó ekki verið útfært. Hugmyndir eru um að ferðamenn hafi val við komuna til landsins. Tveggja vikna sóttkví bíði þeirra ef þeir neita að gangast undir veirupróf, sækja smitrakningarappið eða geta ekki framvísað heilbrigðisvottorð frá heimalandi sínu, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þá eru einnig áhöld um hvort hægt sé að skilda ferðamenn í veirupróf eða til að sækja smitrakningarforrit í síma sína. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, minnti á að fólk hefði val, annað hvort að sæta tveggja vikna sóttkví eða að gangast undir veirupróf og sækja forritið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í umræðu um veirupróf hefur ítrekað komið fram að neikvæð niðurstaða geti veitt falskt öryggi. Þó svo að einhver greinist neikvæður gæti hann borið smit sem prófinu hefði ekki tekist að greina, hafi viðkomandi verið útsettur fyrir smiti. Sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í dag að klárt öryggi væri í veiruprófum. „Það gildir nákvæmlega sama um þau próf eins og önnur próf. Þau geta verið neikvæð. Við erum að tala um ákveðinn glugga, dagafjölda, sem prófið getur verið neikvætt. Það er að segja á deginum sem einstaklingur smitast, það getur tekið nokkra daga þar til prófið verður jákvætt og það gerist kannski tveimur til þremur dögum áður en einkenni koma fram. Það er það sem skapar óöryggi í prófinu og hefur alltaf gert og við höfum bent á það. Í þessu tilliti þá er neikvætt próf hjá einstaklingi sem kemur, það eru yfirgnæfandi líkur á því að prófið sé raunverulega neikvætt umfram það að hann sé staddur í þessum nokkurra daga glugga. Við erum að tala um líkindi og þess vegna held ég að áhættan af því að treysta slíku, að hún sé í lágmarki,“ sagði Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um hvernig staðið verður að opnun landamæra Íslands 15. júní. Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. Stefnt er að opnun landamæra Íslands fyrir komum ferðamanna 15. júní. Ferðamennirnir verða hins vegar annað hvort að fara í veirupróf við komuna til landsins eða framvísa gildu heilbrigðisvottorði úr heimalandinu. Ef þeir verða ekki við því þurfa þeir að sæta tveggja vikna sóttkví. Ýmsar spurningar hafa vaknað um útfærslu á þessari opnun landamæra og er ljóst eftir daginn í dag að endanlega útfærsla liggur ekki fyrir. Til að mynda hvort Landspítalinn muni ráða við það aukna álag sem gæti fylgt þessari opnun? Mun hann geta sinnt öllum þeim sem þurfa læknishjálp ef komur ferðamanna hingað til lands leiða til hópsýkingar af völdum kórónuveirunnar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að áhættugreining Landspítalans á þessari opnun liggi ekki fyrir. Hún sé þó í vinnslu og verður kynnt stjórnvöld þegar greiningin hefur verið kláruð, annað hvort undir lok þessarar viku eða við upphaf þeirrar næstu. Stefnt er að því að Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sjái um veiruprófin á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að þörf er á tækjabúnaði og öðrum aðföngum til að geta sinnt svo viðamiklu verkefni, og Ísland ekki eina landið í heiminum sem keppist við að fá slíkan búnað til sín. Páll segir að unnið sé að áætlun svo hægt sé að hefja skimanir á landamærunum 15. Júní. „Við erum að vinna áætlun núna til að svo verði. Í sjálfu sér hefur samráð verið haft við spítalann hvernig hægt er að útfæra það. En þetta er ennþá verkefni í vinnslu,“ segir Páll. Starfsmenn Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans munu sjá um veiruprófanir á landamærum Íslands. Þorkell Þorkelsson/LSH Spurður hvort álagspróf hafi farið fram á Landspítalanum ef ferðamenn munu bera smit til landsins, segir Páll það verkefni í vinnslu. „Við erum að áhættugreina, með tilliti til getu Landspítala, afleiðingarnar af því að leyfa ferðamönnum að koma hingað. Ég geri ráð fyrir því að þegar þær niðurstöður liggja fyrir, væntanlega í vikulokin eða næstu viku, munum við kynna það stjórnvöld.“ Hann segir enn eiga eftir að greina hve marga starfsmenn þarf að ráð til að sinna veiruprófum á Keflavíkurflugvelli. „En það eru ekki endilega svo margir. Það er þá fyrst og fremst við að taka sýni. Ég geri ráð fyrir að verkefni innan Veirufræðideildarinnar verði að verulegu leyti byggð á því að nota tæki og sjálfvirkni.“ Páll segir að ekki verði teflt á tæpasta vað með getu Landspítalans. Vísir/Egill En þetta verkefni er ekki það eina sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Önnur stór verkefni blasa við, til dæmis að vinna á biðlistum Landspítalans. Páll segir verkefnin vissulega ærin. „En það fer eftir áhættumatinu sem við gerum og við tökum ekki neina áhættu þar. Eins og þetta lítur út núna erum við að vinna að þessu mjög svo þjóðhagslega mikilvæga verkefni með það fyrir augum að finna lausnir og leysa það,“ segir Páll. En er þá ekki óvissan í dag of mikil til að geta stefnt að opnun landamæranna 15. júní? „Niðurstöður úr áhættumatinu liggja ekki fyrir. En sú útfærsla sem farin verður, verður ábyggilega þannig sett upp að ekki verði teflt á tæpasta vað. Á fundi almannavarna í dag var þessi opnun landamæra talsvert rædd. Til að mynda hvað gerist ef ferðamaður greinist með veiruna hér á landi. Sóttvarnalæknir sagði að líkast til yrði sá ferðamaður ekki sendur úr landi og að farið yrði fram á við ferðamenn að þeir væru með ferðatryggingu til að geta staðið undir kostnaði af sjúkrahúsdvöl hér á landi eða dvöl í sóttkví. Það hefur þó ekki verið útfært. Hugmyndir eru um að ferðamenn hafi val við komuna til landsins. Tveggja vikna sóttkví bíði þeirra ef þeir neita að gangast undir veirupróf, sækja smitrakningarappið eða geta ekki framvísað heilbrigðisvottorð frá heimalandi sínu, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þá eru einnig áhöld um hvort hægt sé að skilda ferðamenn í veirupróf eða til að sækja smitrakningarforrit í síma sína. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, minnti á að fólk hefði val, annað hvort að sæta tveggja vikna sóttkví eða að gangast undir veirupróf og sækja forritið. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í umræðu um veirupróf hefur ítrekað komið fram að neikvæð niðurstaða geti veitt falskt öryggi. Þó svo að einhver greinist neikvæður gæti hann borið smit sem prófinu hefði ekki tekist að greina, hafi viðkomandi verið útsettur fyrir smiti. Sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í dag að klárt öryggi væri í veiruprófum. „Það gildir nákvæmlega sama um þau próf eins og önnur próf. Þau geta verið neikvæð. Við erum að tala um ákveðinn glugga, dagafjölda, sem prófið getur verið neikvætt. Það er að segja á deginum sem einstaklingur smitast, það getur tekið nokkra daga þar til prófið verður jákvætt og það gerist kannski tveimur til þremur dögum áður en einkenni koma fram. Það er það sem skapar óöryggi í prófinu og hefur alltaf gert og við höfum bent á það. Í þessu tilliti þá er neikvætt próf hjá einstaklingi sem kemur, það eru yfirgnæfandi líkur á því að prófið sé raunverulega neikvætt umfram það að hann sé staddur í þessum nokkurra daga glugga. Við erum að tala um líkindi og þess vegna held ég að áhættan af því að treysta slíku, að hún sé í lágmarki,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira