Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2020 23:33 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum og hafa boðað til íbúafundar á netinu síðdegis á morgun. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegna samkomutakmarkana verður íbúafundurinn á facebook-síðu Reykjanesbæjar en atvinnuleysi í bænum mælist nú 28 prósent. „Við höfum aldrei séð viðlíka tölur í atvinnuleysi eins og við erum að sjá núna. Við höfum oft séð það slæmt en aldrei eins og nú,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann rekur hvað flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega stór þáttur í atvinnulífi Suðurnesja. Áætlað sé að rekja megi um 40 prósent af efnahag svæðisins til flugvallarins. Bæjarstjórinn kallar eftir sértækum aðgerðum ríkisvaldsins. Hann nefnir framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, úrbætur á húsnæði sjúkrahússins og samgöngur innan svæðisins. Í kreppunni eftir bankahrunið fyrir áratug sögðu stjórnmálamenn að kísilver í Helguvík yrði ísbrjóturinn í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá hér í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: En þykir kísilverið núna álitlegur kostur? Eigandi þess, Stakksberg, dótturfélag Arion-banka, hefur kynnt áætlanir um að hefja þar endurbætur eftir áramót með það að markmiði að koma rekstrinum aftur í gang. „Ég held ég tali nú fyrir hönd allavega meirihluta bæjarstjórnar; að það er engin sérstök stemmning fyrir endurreisn þessarar verksmiðju,“ svarar Kjartan bæjarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11. maí 2020 20:53
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49