Flick stýrir Bayern til 2023 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 17:15 Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa. Alexander Hassenstein/Bongarts/Getty Images Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira