„Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ Sigurgeir Garðarsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun