Fótbolti

Kicker segir 13 þýsk félög á barmi gjaldþrots

Sindri Sverrisson skrifar
Myndin tengist fréttinni óbeint, en ekki hefur verið gefið upp hvaða félög ramba á barmi gjaldþrots. Hér eru Amine Harit og Weston McKennie, leikmenn Schalke, á æfingu á fimmtudag en leikmenn fá að æfa tveir og tveir saman ef þeir virða fjarlægðarmörk.
Myndin tengist fréttinni óbeint, en ekki hefur verið gefið upp hvaða félög ramba á barmi gjaldþrots. Hér eru Amine Harit og Weston McKennie, leikmenn Schalke, á æfingu á fimmtudag en leikmenn fá að æfa tveir og tveir saman ef þeir virða fjarlægðarmörk. VÍSIR/EPA

Fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar eru miklar fyrir íþróttafélög um allan heim. Þýska blaðið Kicker segir að 13 af 36 bestu knattspyrnufélögum Þýskalands rambi á barmi gjaldþrots.

Keppni í þýska fótboltanum var frestað um óákveðinn tíma um miðjan mars og tekjumissirinn af því að ekkert sé spilað er mikill fyrir þýsku félögin. Kicker segir að af 18 liðum í efstu deild séu fjögur á barmi gjaldþrots, og sömu sögu er að segja af helmingi félaganna 18 í 2. deild.

Samkvæmt Kicker er ljóst að mörg af félögunum í 2. deild munu ekki lifað lengur en til loka maí, nema að efnahagsástandið batni eða að þau fái styrki. Eitt félag í efstu deild er í sömu stöðu og þrjú gætu lifað fram á sumar en ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×