Ósáttur með ákvörðun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 23:00 Carragher, sem starfar í dag fyrir Sky, er ósáttur með sitt fyrrum félag. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með ákvörðun Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá ákvað Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda sem gerir þeim kleift að þurfa ekki að borga nema 20% launa starfsmanna sinna. Ekki er um að ræða leikmenn liðsins en þó nokkrir starfsmenn félagsins hafa verið sendir í leyfi. Það þýðir að stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að greiða starfsmönnunum 80% launa sinna. Hin 20% borgar Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið þessum fréttum vægast sagt illa og hefur framkvæmdastjóri félagsins, Peter Moore, fengið sinn skerf af gagnrýnni á samfélagsmiðlinum Twitter. Nú hefur Carragher tekið í sama streng. Hann er vægast sagt ósáttur með ákvörðun félagsins og nýtir sér einnig Twitter til að láta skoðun sína í ljós. Jurgen Klopp showed compassion for all at the start of this pandemic, senior players heavily involved in @premierleague players taking wage cuts. Then all that respect & goodwill is lost, poor this @LFC https://t.co/9bE8Rw1veE— Jamie Carragher (@Carra23) April 4, 2020 „Jürgen Klopp sýndi mikla samúð í byrjun faraldursins og leikmenn spiluðu stórt hlutverk í lækkun launa. Góðviljinn og virðingin sem fylgdi því er nú horfinn. Lélegt þetta Liverpool,“ segir Carragher. Reikna má með því að Liverpool gefi út yfirlýsingu á komandi dögum en félagið reiknaði eflaust ekki með því að þessi ákvörðun myndi draga slíkan dilk á eftir sér. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en sáttur með ákvörðun Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá ákvað Liverpool að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda sem gerir þeim kleift að þurfa ekki að borga nema 20% launa starfsmanna sinna. Ekki er um að ræða leikmenn liðsins en þó nokkrir starfsmenn félagsins hafa verið sendir í leyfi. Það þýðir að stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að greiða starfsmönnunum 80% launa sinna. Hin 20% borgar Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið þessum fréttum vægast sagt illa og hefur framkvæmdastjóri félagsins, Peter Moore, fengið sinn skerf af gagnrýnni á samfélagsmiðlinum Twitter. Nú hefur Carragher tekið í sama streng. Hann er vægast sagt ósáttur með ákvörðun félagsins og nýtir sér einnig Twitter til að láta skoðun sína í ljós. Jurgen Klopp showed compassion for all at the start of this pandemic, senior players heavily involved in @premierleague players taking wage cuts. Then all that respect & goodwill is lost, poor this @LFC https://t.co/9bE8Rw1veE— Jamie Carragher (@Carra23) April 4, 2020 „Jürgen Klopp sýndi mikla samúð í byrjun faraldursins og leikmenn spiluðu stórt hlutverk í lækkun launa. Góðviljinn og virðingin sem fylgdi því er nú horfinn. Lélegt þetta Liverpool,“ segir Carragher. Reikna má með því að Liverpool gefi út yfirlýsingu á komandi dögum en félagið reiknaði eflaust ekki með því að þessi ákvörðun myndi draga slíkan dilk á eftir sér.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool eru brjálaðir út í Peter Moore framkvæmdastjóra félagsins fyrir það að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. 4. apríl 2020 18:00
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00