Nýsköpun og rannsóknir á Blöndubrú Björn Hjartarson og Ólafur H. Wallevik skrifa 14. maí 2020 10:30 Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Blönduós Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar