„Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki upp á sitt besta” Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 21:00 Víkingar unnu Mjólkurbikarinn síðasta sumar og verða tilbúnir þegar Íslandsmótið hefst, sama hvenær það verður. Skjáskot/Sportpakkinn Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Víkingar léku fantagóðan fótbolta sumarið 2019 og toppuðu sumarið með því að landa Mjólkurbikarnum, þeirra fyrsti bikartitill í nær hálfa öld. Hefur þeim verið spáð góðu gengi í Pepsi Max deild karla í sumar og er búist við miklu af liðinu. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfar Víkinga, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Það er leitt að geta ekki haldið þeirri þróun áfram en menn eru fókuseraðir í sínum æfingum. Eins asnalega og það hljómar þá viljum við vera tilbúnir þegar deildin hefst á ný,“ sagði Arnar við Gaupa er þeir ræddu saman í Fossvoginum í dag. Arnar gerir sér þó grein fyrir því að íþróttamenn eru ekki í brennidepli að svo stöddu. „Íþróttamenn eru í baksýnisspeglinum núna en þegar deildin byrjar aftur þurfum við að gjöra svo vel að vera tilbúnir því við viljum skemmta landsmönnum.“ „Við höfum fengið strákana hingað þrisvar í viku til að hlaupa á góðu undirlagi og þeir fylgja ákveðnum reglum. Menn koma beint á æfingu og taka sínar þrjátíu mínútur, tveir og tveir í einu. Svo fara þeir strax heim og næsti hópur kemur. Þetta er því smá áskorun fyrir menn andlega en það er óþarfi að vorkenna íþróttamönnum miðað við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ „Hvað mig varðar þá dauðsakna ég þess að vera ekki úti á vellinum. Líkaminn fer hálfpartinn í verkfall þegar adrenalínið er ekki alveg upp á sitt besta. Ég útskýrði þetta fyrir vini mínum í gær eins og að vera í löngu og leiðinlegu fríi þar sem þú hefur ekkert að gera.“ „Veturinn er búinn að vera fínn. Ég tel okkur vera með nægilega gott lið til að veita þessum liðum (KR, Val, Breiðablik og FH) skráveifu. Við verðum vel stemmdir og það er fín stemmning í klúbbnum hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og stjórnarmönnum,“ sagði Arnar kokhraustur að lokum. Klippa: Arnar Gunnlaugs
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportpakkinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana. 5. apríl 2020 19:30