Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 15:45 Atkinson á Bandaríkjaþingi í október þegar hann svaraði spurningum þingmanna um kvörtun uppljóstrarans. Allt bendir til þess að Trump forseti hafi rekið hann fyrir að uppfylla lagalega skyldu sína um að greina þinginu frá kvörtuninni. AP/J. Scott Applewhite Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar. Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar.
Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44