Aukið eftirlit eftir að Víði, Ölmu og Þórólfi var hótað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2020 18:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira