Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 21:50 Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu Sigurðardætrum, í viðtali við Stöð 2 í apríl 2010. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Meðal þeirra sem leituðu skjóls undan kolsvörtum öskumekkinum fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni á Heimalandi undir Eyjafjöllum var Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu, en þær lentu þá í viðtali á Stöð 2. Poula og maður hennar, Sigurður Þór Þórhallsson, bjuggu ásamt dætrum sínum á Önundarhorni, þeirri bújörð sem varð fyrir mestu tjóni í sveitinni vegna eldgossins og varð niðurstaðan sú að þau hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll. Poula og dæturnar í viðtali við Stöð 2 áratug síðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratug síðar rifja þær mæðgur upp þessa daga en öndunarfærasjúkdómar dætranna og fjölskylduföðursins, sem ágerðust vegna öskunnar, áttu einnig þátt í ákvörðun þeirra. En þetta var ekki fyrsta eldgosið sem Pála þurfti að flýja. Hún rifjaði upp 23. janúar 1973 þegar hún var vakin upp af svefni um miðja nótt. Hún var þá bara fimm ára barn og þurfti að yfirgefa Heimaey í skyndi með foreldrum sínum. Hér má heyra frásögn hennar: Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Meðal þeirra sem leituðu skjóls undan kolsvörtum öskumekkinum fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni á Heimalandi undir Eyjafjöllum var Poula Kristín Buch ásamt dætrum sínum, Andreu og Sylvíu, en þær lentu þá í viðtali á Stöð 2. Poula og maður hennar, Sigurður Þór Þórhallsson, bjuggu ásamt dætrum sínum á Önundarhorni, þeirri bújörð sem varð fyrir mestu tjóni í sveitinni vegna eldgossins og varð niðurstaðan sú að þau hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll. Poula og dæturnar í viðtali við Stöð 2 áratug síðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratug síðar rifja þær mæðgur upp þessa daga en öndunarfærasjúkdómar dætranna og fjölskylduföðursins, sem ágerðust vegna öskunnar, áttu einnig þátt í ákvörðun þeirra. En þetta var ekki fyrsta eldgosið sem Pála þurfti að flýja. Hún rifjaði upp 23. janúar 1973 þegar hún var vakin upp af svefni um miðja nótt. Hún var þá bara fimm ára barn og þurfti að yfirgefa Heimaey í skyndi með foreldrum sínum. Hér má heyra frásögn hennar:
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað. 12. mars 2020 22:38
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10