Saga/Söguleysi Jakob Jakobsson skrifar 7. apríl 2020 11:30 Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun