Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2020 21:44 Víkurklettur sést fyrir miðri mynd en út frá honum verður varnargarðurinn lagður. Austustu húsin í Vík sjást neðst. Stöð 2/Einar Árnason. Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira