Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 19:00 Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59