Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:14 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira