Heimilisofbeldi er dauðans alvara Andrés Proppé Ragnarsson skrifar 8. apríl 2020 14:30 Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. Eitt af því sem oft gerist er að ofbeldi í nánum samböndum eykst bæði í tíðni og alvarleika. Víst er að nú eru alvarlegir tímar með miklum kvíða í óvissunni. Aukið álag á heimilin er staðreynd. Börn eru heima en ekki í dagvist eða skóla, afkoma foreldra er víða í uppnámi, heilsu okkar er ógnað, samfélagslega hafa margir áhyggjur með kvíða og streytu, sem eru eðlileg viðbrögð í núverandi stöðu. Að vera lokuð inni dögum og vikum saman er ekki alltaf auðvelt. Núningar sem áður voru léttvægir geta undir slíkum kringumstæðum snúið upp á sig og orðið að alvarlegum vanda. Sum þeirra eiga ekki auðvelt með að skilja hvað er á ferðinni. Spenna og óvissa getur verið þeim erfið. Þegar við ekki höfum stjórn á tilverunni okkar með þeim hætti sem nú er þá er öllum mikilvægt að hafa stjórn á þeim hlutum tilverunnar sem okkur er mögulegt. Inni á heimilinu okkar er einmitt mikilvægt að skipuleggja dagana okkar og koma upp rútínu. Þannig fáum við smá yfirsýn og finnum ekki eins mikið fyrir því sem ekki er í okkar valdi og kemur að utan eins og Kórónuveiran. Þó að flest bregðist við þessu með því að skapa jákvæða samveru með þeim sem við elskum getur það verið afar snúið fyrir aðra. Mikil og viðvarandi streita sem sér ekki fyrir endann á er erfið við að eiga. Þessi aukna streyta getur birtst á margan veg. Þau sem hafa tilhneigingu til að missa stjórn á skapi sínu eru líklegri til að gera það aftur. Þau sem hafa mikla þörf fyrir að stjórna hlutum þola ef til vill illa að lifa við dauðans óvissu tíma og reyna þá af afli að hafa stjórn á öðrum hlutum. Sumir telja jafnvel að eina leiðin sem ég hef til að halda þetta út sé að bregðast við með hörku og yfirdrifinni stjórnun og þar sem ég er bara heima þá beinist þetta allt þangað. Að þeim sem búa heima með mér. Ef til vill hef ég líka alist þannig upp að þetta eru nærtækar aðferðir þegar ég tel að mér veist. Ef til vill er stutt í það að mér finnist heimurinn og sérstaklega þeir sem næst mér standa vera ósanngjarnir í minn garð, ekki hlýða næginlega, ekki skilja eða ekki gera nægilega eins og mér finnst að ætti að gera hlutina og ég grip til ofbeldis. Ofbeldi er ekki bara að beita líkamlegu ofbeldi þó að margir telji það eitt alvarlegasta birtingarform ofbeldisins. Ofbeldi er líka þegar ég öskra, kúga, niðurlægi, gerir lítið úr maka mínum, þvinga maka minn til gjörða sem makinn ekki vill og ofbeldi er líka ýkt og yfirdrifin afbrýðisemi. Ofbeldi er líka að pressa / þvinga til kynlífs, krefjast kynlífs sem hluta af fyrirgefningarferli. Ofbeldi getur sannarlega líka verið stafrænt með mörgum hætti. Ofbeldi getur snúist að allskyns þvinganir með peningastjórnun. Að brjóta eða skemma hluti er ofbeldi og hvers konar hótanir teljst líka ofbeldi. Hvaða form sem ofbeldi tekur á sig inn á heimili fólks verður það ALLTAF þannig að séu börn á heimilinu verða þau fyrir alvarlegum afleiðingum. Við VITUM að börn alveg niður í börn í móðurkviði verða fyrir alvarlegum afleiðingum þess að foreldrar þeirra séu að beita ofbeldi með öllu því skelfilega sem því fylgir á helgum griðarstað barna – heimili þeirra. Okkar reynsla er sú að bæði gerendur og þolendur heimilisofbeldis eru í mikilli afneitun með þenna þátt og lifa oft í blekkingu um að þeim hafi tekist að sjá til þess að börnin hafi ekki orðið vör við ofbeldið. Staðreyndin er hins vegar sú að börn verða alltaf fyrir beinum eða óbeinum afleiðingum ástandsins, hvort sem þau verða sjálf fyrir ofbeldi, eru vitni að ofbeldinu eða bara lifa á heimilinu og þessi afleiði hafa áhrif á sálarlíf þeirra og jafnvel heilastarfsemi til langframa. Það besta sem við gerum fyrir börn í þessari stöðu er að stoppa ofbeldið. Aðeins með þeim hætti getum við komið í veg fyrir varanlegan skaða þessara barna. Það sama á við um allt annað heimilisfólk. Það er hafið yfir vafa að besta forvörnin í heimilisofbeldi er að hjálpa þeim sem beitir ofbeldi að hætta að beita ofbeldi og kenna viðkomandi aðrar aðferðir að takast á við ögrandi aðstæður. Heimilisfriður er meðferðartilboð fyrir gerendur heimilisofbeldis af öllum kynjum. Þangað geta allir leitað sem vilja taka ábyrgð á því að hafa beitt ofbeldi og vilja ekki að slíkt endurtaki sig. Með því að horfast í augu við vandann, gangast við honum og vera tilbúin að leggja á sig fyrirhöfnina á því að breyta eigin hegðun til betri vegar verða allir manneskjur að meiru. Það er auðvelt að hafa samband við okkur í síma á dagvinnu tíma (þess utan símsvari) 5553020 eða með tölvupósti í heimilisfridur@shb9.is og fyrir góðan skilning og stuðning félagsmálaráðuneytisins eru viðtölin mikið niðurgreidd. Hvort sem er í eðlilegu eða óeðlilegu árferði er ofbeldi bannað og á það sérstaklega við innan veggja heimilisins. Þetta er ekki bara bannað með lögum heldur líka með þeim siðalögum sem við höfum sett okkur um hvernig við eigum að vera hvort við annað. Gerendur sem leita sér hjálpar og takast á við vandann geta sannarlega haft mikil áhrif á eigin líðan og líðan sinna nánustu til hins betra. Það er öllum sem slíkt gera til sóma. Höfundur er sérfræðingur í klinískri sálfræði og forsvarsmaður Heimlisfriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja. Eitt af því sem oft gerist er að ofbeldi í nánum samböndum eykst bæði í tíðni og alvarleika. Víst er að nú eru alvarlegir tímar með miklum kvíða í óvissunni. Aukið álag á heimilin er staðreynd. Börn eru heima en ekki í dagvist eða skóla, afkoma foreldra er víða í uppnámi, heilsu okkar er ógnað, samfélagslega hafa margir áhyggjur með kvíða og streytu, sem eru eðlileg viðbrögð í núverandi stöðu. Að vera lokuð inni dögum og vikum saman er ekki alltaf auðvelt. Núningar sem áður voru léttvægir geta undir slíkum kringumstæðum snúið upp á sig og orðið að alvarlegum vanda. Sum þeirra eiga ekki auðvelt með að skilja hvað er á ferðinni. Spenna og óvissa getur verið þeim erfið. Þegar við ekki höfum stjórn á tilverunni okkar með þeim hætti sem nú er þá er öllum mikilvægt að hafa stjórn á þeim hlutum tilverunnar sem okkur er mögulegt. Inni á heimilinu okkar er einmitt mikilvægt að skipuleggja dagana okkar og koma upp rútínu. Þannig fáum við smá yfirsýn og finnum ekki eins mikið fyrir því sem ekki er í okkar valdi og kemur að utan eins og Kórónuveiran. Þó að flest bregðist við þessu með því að skapa jákvæða samveru með þeim sem við elskum getur það verið afar snúið fyrir aðra. Mikil og viðvarandi streita sem sér ekki fyrir endann á er erfið við að eiga. Þessi aukna streyta getur birtst á margan veg. Þau sem hafa tilhneigingu til að missa stjórn á skapi sínu eru líklegri til að gera það aftur. Þau sem hafa mikla þörf fyrir að stjórna hlutum þola ef til vill illa að lifa við dauðans óvissu tíma og reyna þá af afli að hafa stjórn á öðrum hlutum. Sumir telja jafnvel að eina leiðin sem ég hef til að halda þetta út sé að bregðast við með hörku og yfirdrifinni stjórnun og þar sem ég er bara heima þá beinist þetta allt þangað. Að þeim sem búa heima með mér. Ef til vill hef ég líka alist þannig upp að þetta eru nærtækar aðferðir þegar ég tel að mér veist. Ef til vill er stutt í það að mér finnist heimurinn og sérstaklega þeir sem næst mér standa vera ósanngjarnir í minn garð, ekki hlýða næginlega, ekki skilja eða ekki gera nægilega eins og mér finnst að ætti að gera hlutina og ég grip til ofbeldis. Ofbeldi er ekki bara að beita líkamlegu ofbeldi þó að margir telji það eitt alvarlegasta birtingarform ofbeldisins. Ofbeldi er líka þegar ég öskra, kúga, niðurlægi, gerir lítið úr maka mínum, þvinga maka minn til gjörða sem makinn ekki vill og ofbeldi er líka ýkt og yfirdrifin afbrýðisemi. Ofbeldi er líka að pressa / þvinga til kynlífs, krefjast kynlífs sem hluta af fyrirgefningarferli. Ofbeldi getur sannarlega líka verið stafrænt með mörgum hætti. Ofbeldi getur snúist að allskyns þvinganir með peningastjórnun. Að brjóta eða skemma hluti er ofbeldi og hvers konar hótanir teljst líka ofbeldi. Hvaða form sem ofbeldi tekur á sig inn á heimili fólks verður það ALLTAF þannig að séu börn á heimilinu verða þau fyrir alvarlegum afleiðingum. Við VITUM að börn alveg niður í börn í móðurkviði verða fyrir alvarlegum afleiðingum þess að foreldrar þeirra séu að beita ofbeldi með öllu því skelfilega sem því fylgir á helgum griðarstað barna – heimili þeirra. Okkar reynsla er sú að bæði gerendur og þolendur heimilisofbeldis eru í mikilli afneitun með þenna þátt og lifa oft í blekkingu um að þeim hafi tekist að sjá til þess að börnin hafi ekki orðið vör við ofbeldið. Staðreyndin er hins vegar sú að börn verða alltaf fyrir beinum eða óbeinum afleiðingum ástandsins, hvort sem þau verða sjálf fyrir ofbeldi, eru vitni að ofbeldinu eða bara lifa á heimilinu og þessi afleiði hafa áhrif á sálarlíf þeirra og jafnvel heilastarfsemi til langframa. Það besta sem við gerum fyrir börn í þessari stöðu er að stoppa ofbeldið. Aðeins með þeim hætti getum við komið í veg fyrir varanlegan skaða þessara barna. Það sama á við um allt annað heimilisfólk. Það er hafið yfir vafa að besta forvörnin í heimilisofbeldi er að hjálpa þeim sem beitir ofbeldi að hætta að beita ofbeldi og kenna viðkomandi aðrar aðferðir að takast á við ögrandi aðstæður. Heimilisfriður er meðferðartilboð fyrir gerendur heimilisofbeldis af öllum kynjum. Þangað geta allir leitað sem vilja taka ábyrgð á því að hafa beitt ofbeldi og vilja ekki að slíkt endurtaki sig. Með því að horfast í augu við vandann, gangast við honum og vera tilbúin að leggja á sig fyrirhöfnina á því að breyta eigin hegðun til betri vegar verða allir manneskjur að meiru. Það er auðvelt að hafa samband við okkur í síma á dagvinnu tíma (þess utan símsvari) 5553020 eða með tölvupósti í heimilisfridur@shb9.is og fyrir góðan skilning og stuðning félagsmálaráðuneytisins eru viðtölin mikið niðurgreidd. Hvort sem er í eðlilegu eða óeðlilegu árferði er ofbeldi bannað og á það sérstaklega við innan veggja heimilisins. Þetta er ekki bara bannað með lögum heldur líka með þeim siðalögum sem við höfum sett okkur um hvernig við eigum að vera hvort við annað. Gerendur sem leita sér hjálpar og takast á við vandann geta sannarlega haft mikil áhrif á eigin líðan og líðan sinna nánustu til hins betra. Það er öllum sem slíkt gera til sóma. Höfundur er sérfræðingur í klinískri sálfræði og forsvarsmaður Heimlisfriðar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun