„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 09:00 Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira