Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:36 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012. Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012.
Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira