Félags- og barnamálaráðherra grípur til aðgerða vegna fleiri barnaverndarmála Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2020 12:00 Tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað mikið frá því kórónuveiran kom til Íslands. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum