Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 21:44 Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar: Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar:
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira