Matthías Vilhjálmsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Vålerenga, segir að þar í landi reyni lið að æfa eftir bestu getu á þessum skrítnum tímum.
Matthías var í viðtali við íþróttadeild Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir hvernig Vålerenga hefur æft undanfarið í kjölfar þess að sett var samkomubann og regla að það þyrftu alltaf að vera tveir metrar á milli einstalinga.
„Ég held að lífið hérna sé svipað og hjá flestum öðrum um þessar mundir. Varðandi fótboltann þá megum við æfa fimm saman í einu. Þá eru gjarnan fimm leikmenn á einum vallarhelmingi og fimm á öðrum. Þjálfararnir standa fyrir utan völlinn,” segir Matthías meðal annars í viðtalinu.
„Reglurnar varðandi fótboltann hafa tekið nokkrum breytingum. Í byrjun mars máttu liðin æfa en það fór minnkandi þegar farið var að loka skólum og leikskólum. Á tímabili voru skipulagðar æfingar alveg bannaðar.”
Að lokum segir Matthías að mörg skilyrði fylgi fimm manna reglunni.
“Búningsklefar eru ekki notaðir, við megum ekki skalla boltann né taka hann upp með höndunum út af smithættu.”
Viðtalið við Matthías má finna á inn á vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is.