Landspítalinn lokaður fyrir gestum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 17:50 Landspítalinn Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Djúp lægð grefur um sig Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Djúp lægð grefur um sig Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira