Landspítalinn lokaður fyrir gestum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 17:50 Landspítalinn Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Pútín lætur sér fátt um finnast Enn rís land í Svartsengi Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Pútín lætur sér fátt um finnast Enn rís land í Svartsengi Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira