Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2020 23:03 Horft niður brattan Gígjökull, sem fyrir gos náði niður í jökullón fyrir neðan. Til vinstri sést önnur aðalrásin sem tók við hamfarahlaupunum þegar þau sturtuðust niður úr toppgígnum. Stöð 2/Einar Árnason. Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Einna mestar breytingar á landslagi urðu við Gígjökul, á leiðinni inn í Þórsmörk. Heilt jökullón hvarf og skriðjökullinn er vart svipur hjá sjón. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við Gígjökul þar sem áður var jökullón.Stöð 2/Einar Árnason. „Já, hér var djúpt lón,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á staðnum en þar sturtaðist niður megnið af hlaupvatninu þegar eldgígurinn bræddi jökulinn með gríðarlegum aurburði. „Sennilega á um það bil hálftíma þá fylltist þetta lón algjörlega upp og hefur ekki sést síðan." Sjá einnig hér: Eyjafjallajökull tók átján ár í að búa sig undir heimsfrægðina „En jökullinn lét verulega á sjá og hörfaði upp í skarðið en hefur núna síðustu árin verið að skríða fram aftur. Hann fær efnið ofan frá núna og er að ná einhverri nýrri jafnvægisstöðu,“ segir Páll. Á Fimmvörðuhálsi, í hraungosinu á undan, varð til nýtt landslag og ný örnefni; gígarnir Magni og Móði og Goðahraun, sem rann frá þeim. Sjá einnig hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, hefur tekið eftir miklum breytingum á landslagi ofan Þorvaldseyrar.Stöð 2/Einar Árnason. Í fjöllunum ofan Þorvaldseyrar hefur Ólafur Eggertsson bóndi tekið eftir miklum breytingum í stórbrotnu landslaginu á síðustu árum. Gil hafa sorfist og fossar breyst. „Askan er að koma svo mikið niður með vatninu og hún er að sverfa hérna inn í bergið. Vatnið gengur hérna inn í og býr til þessar mjóu sprænur hérna,“ segir Ólafur. Askan úr gosinu ýtti undir bráðnun jökulsins. Í ljós eru að koma nýir klettar og heilu fjöllin sem áður voru hulin ís. „Það er búið að vera að spyrja um það: Hvað heitir þetta fjall? Og það er ekkert nafn á því. Þannig að nú þarf að fara að finna einhver ný nöfn á þessa nýju kletta sem eru að koma upp,“ segir Ólafur. „Það þarf að gefa þeim nöfn. Landslag hefur tekið stórkostlegum breytingum hér. Það fer ekkert á milli mála,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Einna mestar breytingar á landslagi urðu við Gígjökul, á leiðinni inn í Þórsmörk. Heilt jökullón hvarf og skriðjökullinn er vart svipur hjá sjón. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við Gígjökul þar sem áður var jökullón.Stöð 2/Einar Árnason. „Já, hér var djúpt lón,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á staðnum en þar sturtaðist niður megnið af hlaupvatninu þegar eldgígurinn bræddi jökulinn með gríðarlegum aurburði. „Sennilega á um það bil hálftíma þá fylltist þetta lón algjörlega upp og hefur ekki sést síðan." Sjá einnig hér: Eyjafjallajökull tók átján ár í að búa sig undir heimsfrægðina „En jökullinn lét verulega á sjá og hörfaði upp í skarðið en hefur núna síðustu árin verið að skríða fram aftur. Hann fær efnið ofan frá núna og er að ná einhverri nýrri jafnvægisstöðu,“ segir Páll. Á Fimmvörðuhálsi, í hraungosinu á undan, varð til nýtt landslag og ný örnefni; gígarnir Magni og Móði og Goðahraun, sem rann frá þeim. Sjá einnig hér: Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, hefur tekið eftir miklum breytingum á landslagi ofan Þorvaldseyrar.Stöð 2/Einar Árnason. Í fjöllunum ofan Þorvaldseyrar hefur Ólafur Eggertsson bóndi tekið eftir miklum breytingum í stórbrotnu landslaginu á síðustu árum. Gil hafa sorfist og fossar breyst. „Askan er að koma svo mikið niður með vatninu og hún er að sverfa hérna inn í bergið. Vatnið gengur hérna inn í og býr til þessar mjóu sprænur hérna,“ segir Ólafur. Askan úr gosinu ýtti undir bráðnun jökulsins. Í ljós eru að koma nýir klettar og heilu fjöllin sem áður voru hulin ís. „Það er búið að vera að spyrja um það: Hvað heitir þetta fjall? Og það er ekkert nafn á því. Þannig að nú þarf að fara að finna einhver ný nöfn á þessa nýju kletta sem eru að koma upp,“ segir Ólafur. „Það þarf að gefa þeim nöfn. Landslag hefur tekið stórkostlegum breytingum hér. Það fer ekkert á milli mála,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10