Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2020 07:48 Antonio Guterres hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. EPA „Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“ Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
„Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“
Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira